smartborgarinn
Í skapandi og frjóu samfélagi finnur frumkvöðullinn, athafnamaðurinn, hugvitsmaðurinn , dundarinn(dúttlarinn) sá sem tálgar út í tré fugla og selur á markaði , bóndinn sem ræktar jörðina , æðabóndinn sem vakir yfir æðarfuglinum til dúntekju , rithöfundurinn, dansarinn , hljómlitsamaðurinn , sjóarinn , smiðurinn , matreiðslumaðurinn eða ferðaþjónustubóndinn eða hver sá sem ræktar hinn andlega mann til framfara fyirir sig sjálfan og þjóð sína eru allir nauðsynlegir fyrir hið góða og frábæra samfélag sem við byggjum.
Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur! Það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi ! Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar!
Jón Sigurðsson hvetur þjóð sína til góðra verka
,,sá sem veit allt getur hvað sem er. Hann þarf einungis að vita þá fær hann vængi"
Leonardo da Vinci

.jpg)


%201.jpg)
Nýsköpun í þriðja æviskeiðinu.
Finnum lausnir nýja sýn á hvernig er að eldast og áskorunum á því

Eldra fólk er að breyta hagkerfi heimsins á öllum sviðum, ekki bara fjárhagslega heldur og einnig hvernig við sem eldumst hugsum og nálgumst þetta verkaefi ; eldast vel, endast vel. það er verkfnið með þessari síðu að fara í ransóknarleiðangur um málefni þriðja æfiskeiðsins.
-
lifum lengur
miklar framfarir í öldrunarlækningum
baby boomers er með ríkustu stéttum
-
geta og vilja vinna lengur
-
mörg góð ár eftir , vinnulok
-
ein stærsta eignartilfærsla er að eiga sér stað, erfingjar baby-Boomers erfa trilljónir dollara
-
.jpg)
Smá kynning á mér
Ég heiti Haraldur Helgason og hef áhuga á minni eigin heilsu og getu til að eldast vel og endast vel. Það er mitt markmið að vera flottur afi margra barna og halda út æfina á enda með góða líkamlega og andlega heilsu.

Að eldast í smartsamfélagi er áskorun , að mörgu er að huga og margt að læra í hinu nýja samfélagi.





















Eignatilfærslan mikla
Miklar samfélagsbreytingar eru nú að eiga sér stað, erfingjar Baby-Boomers , kynslóðar fæddar eru 1965-´80 nefndar x kynslóðin og þau sem eru fædd 1981-'96 nefnd y kynslóðin eru eru í þann mund að erfa gríðarmiklar fjárhæðir sem duglegir frumkvöðlar margir hverjir sköpuðu sér og samfélaginu mikin auð með dugnaði og frjórri hugsun. Barnasprengju fólkið nýttu sér nýja tækni eftirstríðáranna í iðnaði, ódýrri orku, miklar framfarir í lækna- og heilsuvísindum, að auki tókst að útrýma fjölda barnasjúkdóma með bólusettningu , fjöldaframleislan tók mikin kipp, mikil þróun varð í samgöngum að auki kemur fram smárinn eða transistorinn sem átti eftir að gjörbylta samfélaginu svo um munar. Aldrei fyrr í veraldarsögunni var eins mikil hagsæld og eftir seinna stríð. Hverju og hvernig mun þessi eignatilfærsla breyta samfélaginu.
Munu þau sem erfa munu þennan mikla auð geta nýtt sér hann á uppbyggilega hátt, fólk sem kanski þurfti aldrei að vinna né sýna nokkra ábyrga hegðun , fengu allt upp í hendurnar frá mömmu og pabba. Mun nokkurn tíma aftur verða til eins mikl tækifæri og stór tækifæri og þá áttu sér stað.
Árið 1989 var samanlagður auður allra fjölskyldna um 38 trilljónir dollara á núvirði. Baby-Boomers á um helming alls þessa auðs .Árið 2022 hefur þessi auður þrefaldast eða í 140 trilljónir dollara ( 1,000,000,000,000 eða 10 í tólfta veldi ) Margar fjölskyldur skilja eftir sig gríðar miklar eignir, stór hús, báta, einkaflugvélar stórar landaeignir og svo framveigis.
Margir skilja eitthvað lítið eftir sig eða ekkert neitt, enn flestir skilja eftir sig einhverskonar eignir, verðbréf, fasteignir eða hvað sem er sem mun ganga til næstu kynslóða.
Barnasprengju kynslóðin á mikla fjármuni, fé í fasteignum og verðbréfum
_4.jpg)
Þá er það frítíminn okkar
Með fjöldaframleiðslunni og aukinni sjálfvirkni, minkaði þörfin fyrir vinnuafl, atvinnuleysi fór að verða mun sýnilegri og aukinn frítími sem fólk hafði fór einnig vaxandi. Á milli áranna 1965 til 2003 jókst frítími í Bandaríkjunum um 5,1 klukkustund eða 270 klukkustundir á ári, reikna má þessar stundir í borgaðar vinnustundir. Gert er ráð fyrir að frítími í Bandaríkjunum verði 7,2 stundir og vinnustundir 3,8 klukkustundir á dag. Eru þetta eitthvað sem okkur kemur við , þeim sem eru að haætta að vinna langt umfram það sem flesstir óska sér. Skoða þarf þessar hagstærðir þegar menn eru að huga að því að leita sér að vinnu eftir fimmtugt.
Fjöldaframleiðslan var flutt til Kína í stórum stíl, frá Bandaríkjunum og skildi eftir sig sviðna jörð sem má sjá þegar gugglað er ,, rust belt "
Allir sem eru með nettengingu hafa nú aðgang að verkfærum sem geta svarað næstum öllum spurningum undir sólinni, skrifað allt frá háskólaritgerðum til tölvukóða og framleitt myndlist eða ljósraunsæjar myndir. Þessi tegund af hæfileikum gæti haft djúpstæð áhrif á efnahag, störf, menntun, menningu og fleira.
Spámenn spá því að skapandi gervigreind muni auka efnahagslega framleiðni og vöxt í þróuðum hagkerfum. Skýrsla sem Goldman Sachs gaf út í mars 2023 spáði því að skapandi gervigreind gæti, innan áratugar, hækkað árlega landsframleiðslu um 7 prósent, sem þýðir um það bil 7 trilljón dollara aukningu. Í skýrslunni var lagt til að tilkoma kynslóðar gervigreindar „eykur möguleikann á uppsveiflu í vinnuafli eins og þeim sem fylgdu tilkomu fyrri almennari tækni eins og rafmótor og einkatölva“.
Hugmyndin er sú að gervigreind muni gera milljónir „þekkingarstarfsmenn“, eins og vísindamenn, ritstjóra, lögfræðinga og lækna, rithöfunda, listamenn, og alla þá sem eru að skapa afkastameiri innan fárra ára. En sannleikurinn er sá að erfitt er að spá fyrir um og meta þessa hluti, sérstaklega þar sem framleiðsla slíkra starfsmanna er erfitt að mæla.
Eitt er ljóst að mannkyn stendur á þröskuldi nýrra alda líkt og var þegar geymöldin hófst og öld gerfiefnanna, öld kjarnorkunnar og nú öld eða tímabil heilsu og langlífis með hjálp sér hannaðra persónulegra lyfja fyrir hvern og einn, þar kemur gerfigreindinn til hjálpar.


