top of page
smartborgarinn
Í skapandi og frjóu samfélagi finnur frumkvöðullinn, athafnamaðurinn, hugvitsmaðurinn , dundarinn(dúttlarinn) sá sem tálgar út í tré fugla og selur á markaði , bóndinn sem ræktar jörðina , æðabóndinn sem vakir yfir æðarfuglinum til dúntekju , rithöfundurinn, dansarinn , hljómlitsamaðurinn , sjóarinn , smiðurinn , matreiðslumaðurinn eða ferðaþjónustubóndinn eða hver sá sem ræktar hinn andlega mann til framfara fyirir sig sjálfan og þjóð sína eru allir nauðsynlegir fyrir hið góða og frábæra samfélag sem við byggjum.
Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur! Það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi ! Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar!
Jón Sigurðsson hvetur þjóð sína til góðra verka
,,sá sem veit allt getur hvað sem er. Hann þarf einungis að vita þá fær hann vængi"
Leonardo da Vinci

.jpg)



tvo vegi skildi í skógi , leiður yfir því að geta ekki valið báða.
Robert Frost
Kondu með mér í ferðalag um lendur framtíðar og gerum skemmtilega hluti saman. Fjöllum um samfélag á tímamóti, þeim stærstu sem á eftir að hafa áhrif á börnin okkar og barnabörn til frambúðar.

Nú þegar búið er að finna Guðs-Eindina, kljúfa atómið , senda Teslu út í geiminn , skammta talvan í augnsýn, mynda svartholið með hjálp gerfigreinda og finna þygndarbylgjuna er ljóst að það eru spennandi tímar á öllum sviðum vísinda og tækni sem ætti að vera frjór jarðvegur smartborgarans að segja frá og vekja áhuga ungs fólks á öllum möguleikunum á þessu sem og félagsvísundunum, ungir smartborgarar ættu ekki að kvíða verkefnaskorti.
Þetta er ég .
Hef brennandi áhuga samfélginu, menningunni, bókmenntum , listinni, lystinni í matargerð , nýsköpuninni , atvinnulífinu , líminu sem heldur því saman, hafir þú áhuga á þessu og þetta snertir þig á einhven hátt þá vert að við spjöllum saman.

Vel fellur mér vinnan,
vaxa myndir strammans.
Ég uni mér best innan
óþægindarammans.
Þórarin Eldjárn

,,Ég á mér þann draum að deyja ekki í fátækt, heldur láta fátæktina í lífi mínu deyja ". Michelle Lee Araujo
Þegar við skiljum og lærum á hagkerfið á mannamáli og gerum það aðgengilegt, spennandi, skemmtilegt, áhugavert án dósenta né lektora( þeir hafa sín pólitísku gildi að verja ) og pólitíks argaþras, þá getur niðurstaðn ekki orðið önnur en bara magnað samfélag. Hver og einn er sinn gæfu lektor .
Hér er allt undir, menning og listir , tækni og framleiðsla, matur og uppspretta hans sem mótar það samfélag sem vert er að lifa og hrærast í framtíðar kynslóðunum til heilla . Smartborgarinn segir frá og miðlar sinni vizku, í tali og tónum.Látum ekki framtíðina koma aftan að okkur .










Ég var TOSSI
Teikningar frá mér á fyrstu árum mínum, það leyndi sér ekki hvert hugur minn leitaði, lét mig dreyma um geymin og framandi geimbíla á framandi stjörnum, , , , , ,
bottom of page